banner
   mið 18. október 2017 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Lukaku huggaði markvörð Benfica
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Mile Svilar, markvörður Benfica, mun líklega ekki sofa mikið nótt.

Svilar, sem er aðeins 18 ára gamall, gerði stór mistök í 1-0 tapi gegn Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld.

Mark Manchester United í leiknum skoraði Marcus Rashford beint úr aukaspyrnu. Rashford tók aukaspyrnu utan af velli og ætlaði að senda hann fyrir, en „fyrirgjöf" hans rataði í netið.

Svilar, sem varð í kvöld yngsti markvörðurinn til að leika í Meistaradeidlinni, greip boltann þegar hann var kominn inn.

Eftir leikinn var Svilar gráti næst, en Romelu Lukaku, sóknarmaður Manchester United, fór til hans og huggaði hann.

„Hann (Svilar) er gráti næst í leikslok. Hann biður stuðningsmenn Benfica afsökunar áður en Romelu Lukaku huggar hann," segir í textalýsingu BBC eftir leikina í kvöld.

Hér að neðan má sjá mynd.



Athugasemdir
banner
banner
banner