Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 12:00
Elvar Geir Magnússon
Paul Scholes fékk ekki starfið hjá Oldham
Scholes fékk ekki djobbið.
Scholes fékk ekki djobbið.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes fékk ekki stjórastarfið hjá enska C-deildarliðinu Oldham en hann hafði fundað með forráðamönnum félagsins.

Scholes er goðsögn hjá Manchester United og bjuggust margir við því að hann væri að taka að sér sitt fyrsta starf sem knattspyrnustjóri.

Oldham er í vandræðum í League One og ákvað frekar að ráða Richie Wellens til frambúðar. Wellens var í fyrstu ráðinn sem bráðabirgðastjóri.

Wellens hefur stýrt Oldham til fjögurra sigra og eins jafnteflis og fékk starfið eftir góðan árangur. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning.

Scholes ólst upp sem stuðningsmaður Oldham.
Athugasemdir
banner
banner
banner