Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. október 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rojo getur byrjað að spila eftir tvær vikur
Rojo í góðum gír í Portúgal.
Rojo í góðum gír í Portúgal.
Mynd: Getty Images
Það styttist í endurkomu hjá argentíska varnarmanninum Marcos Rojo, sem leikur með Manchester United.

Rojo hefur verið frá keppni síðan í apríl þegar hann meiddist gegn Anderlecht í Evrópudeildinni. Hann sleit krossband í hné í leiknum.

Rojo æfði með United í Portúgal í gær. Framundan er leikur gegn Benfica í Meistaradeildinni í dag, en Rojo mun ekki taka þátt í leiknum að sögn Jose Mourinho, stjóra Manchester United.

„Rojo er ekki hingað kominn til að spila, bara til að æfa," sagði Mourinho í samtali við sjónvarpsstöð Man Utd.

„Hann verður tilbúinn að spila eftir tvær vikur."

United verður líka án Eric Bailly, Paul Pogba, Michael Carrick, Marouane Fellaini og Zlatan Ibrahimovic í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner