Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mið 18. október 2017 16:30
Mist Rúnarsdóttir
Sísí: Getum tæklað og barist
Sísí var spræk á æfingu í morgun
Sísí var spræk á æfingu í morgun
Mynd: Anna Þonn
„Markmiðið okkar er alltaf að ná í tvo sigra en fjögur stig yrðu flott,“ sagði landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í morgun. Íslenska liðið undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

Þýska liðið er eitt það albesta í heiminum en Sísi segir að Ísland geti staðist þeim snúning er kemur að baráttunni og er tilbúin að takast á við þær þýsku.

„Ég held að við séum alveg tilbúnar í það. Við erum akkúrat liðið í að tækla og berjast.“

Nokkrar vikur eru síðan keppni í Pepsi-deildinni lauk en Sísí er nýkomin frá Noregi þar sem hún æfði með norska úrvalsdeildarliðinu Valerenga ásamt Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þar sem þær hittu fyrir samherja sinn hjá landsliðinu, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. Sísí er því í góðu formi fyrir komandi verkefni.

„Við vorum að æfa með Valerenga. Liðinu hennar Gunnýjar. Freysi hafði samband og þetta var kjörið tækifæri til að sjá eitthvað nýtt. Þarna eru toppaðstæður og liðið er mjög gott. Það var gaman að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Sísí meðal annars en hún er jákvæð fyrir því að reyna fyrir sér á erlendri grundu í framtíðinni. Nánar er rætt við Sísí í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner