Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. október 2017 11:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Heimild: Þýska knattspyrnusambandið 
Þýski hópurinn sem mætir Íslandi
Steffi Jones þjálfar Þýskaland en hún lék 111 landsleiki á sínum tíma
Steffi Jones þjálfar Þýskaland en hún lék 111 landsleiki á sínum tíma
Mynd: Getty Images
Frá leik Þýskalands á Evrópumótinu í sumar
Frá leik Þýskalands á Evrópumótinu í sumar
Mynd: Getty Images
Steffi Jones, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið leikmannahóp fyrir tvö næstu verkefni þjóðverja sem mæta Íslandi og Færeyjum í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Leikur Þýskalands og Íslands verður spilaður í Wiesbaden á föstudag kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Þær Melanie Leupolz og Alexandra Popp eru í hópnum á nýjan leik eftir erfið meiðsli og þá er Lena Goeßling einnig komin aftur í hópinn eftir að hafa verið hvíld í síðustu verkefnum.

Þær Dzsenifer Marozsán, Pauline Bremer og Sara Däbritz eru hinsvegar allar úr leik vegna meiðsla.

Wolfsburg, liðið hennar Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem varð tvöfaldur meistari í vor á flesta leikmenn í hópnum, sex fulltrúa. Næstflesta eiga gömlu félagar Dagnýjar Brynjarsdóttur en fimm leikmenn Bayern Munich eru í hópnum.

Hópurinn hjá Þýskalandi:

Markverðir: Almuth Schult (VFL Wolfsburg), Laura Benkarth (SC Freiburg), Carina Schlüter (SC Sand)

Varnarmenn: Johanna Elsig (FFC Turbine Potsdam), Kathrin Hendrich (FFC Frankfurt), Leonie Maier (Bayern Munich), Babett Peter (VFL Wolfsburg), Carolin Simon (SC Freiburg), Lena Goeßling (VFL Wolfsburg), Anna Blässe (VFL Wolfsburg), Verena Faißt (Bayern Munich), Joelle Wedemeyer (VFL Wolfsburg)

Miðjumenn: Simone Laudehr (Bayern Munich), Lina Magull (SC Freiburg), Melanie Leupolz (Bayern Munich), Sara Doorsoun (SGS Essen), Linda Dallmann (SGS Essen), Kristin Demann (Bayern Munich), Tabea Kemme (FFC Turbine Potsdam).

Sóknarmenn: Lea Schüller (SGS Essen), Alexandra Popp (VFL Wolfsburg), Svenja Huth (FFC Turbine Potsdam), Hasret Kayikci (SC Freiburg).
Athugasemdir
banner
banner
banner