Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 18. október 2017 16:13
Elvar Geir Magnússon
Zlatan farinn að taka þátt í æfingum aðalliðsins
Zlatan var á hækjum að fylgjast með úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. United vann þar sigur gegn Ajax.
Zlatan var á hækjum að fylgjast með úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. United vann þar sigur gegn Ajax.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic er farinn að æfa með liðsfélögum sínum í Manchester United en hann er að vinna í endurkomu eftir hnémeiðsli.

Svíinn meiddist í Evrópudeildarleik gegn Anderlecht í apríl en hefur síðustu vikuna getað tekið þátt í hluta af æfingum aðalliðsins.

Samkvæmt The Sun hefur hann getað tekið þátt í 20-25 mínútur í senn og náð að beita sér 90%.

Þessi 36 ára leikmaður skoraði 17 mörk í 28 úrvalsdeildarleikjum fyrir United á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu auk þess að vinna Evrópudeildina.

Þrátt fyrir að vel hafi gengið í endurhæfingunni er ekki búist við því að Zlatan snúi aftur út á völlinn fyrr en á næsta ári.

Manchester United er með 20 stig eftir átta umferðir í ensku úrvalsdeildinni, tveimur stigum á eftir toppliði Manchester City.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner