Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 18. nóvember 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang kemur úr agabanni á þriðjudag
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang mun snúa aftur úr agabanni í vikunni.

Hann fær að spila með Dortmund gegn Tottenham í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Aubameyang var settur í agabann á fimmtudag og spilaði ekki með Dortmund í tapi gegn Stuttgart í gær. Talið er að Aubameyang hafi verið settur í agabann fyrir að fara til Spánar, hitta Ousmane Dembele og fara á djammið í Barcelona.

„Allir hópar þurfa reglur," sagði Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, við Eurosport. „Þjálfarinn tók þessa ákvörðun og hann hefur stuðning frá öllum."

„Auba er enn frábær náungi. Hann mun snúa aftur á þriðjudaginn. En hann hefur engin sérréttindi."

Watzke segir að Aubameyang verði ekki seldur í janúar.

„Hann er okkar leikmaður og verður okkar leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner