Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 18. nóvember 2017 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bose mótið: Blikar skoruðu átta gegn Víkingi R.
Willum skoraði þrennu. Hér er hann í leiknum.
Willum skoraði þrennu. Hér er hann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 8 - 1 Víkingur R
1-0 Gísli Eyjólfsson ('18)
2-0 Aron Bjarnason ('25)
3-0 Willum Þór Willumsson ('28)
4-0 Willum Þór Willumsson ('34)
4-1 Filip Djordjevic ('35)
5-1 Gísli Eyjólfsson ('46)
6-1 Willum Þór Willumsson ('51)
7-1 Páll Olgeir Þorsteinsson ('65)
8-1 Kolbeinn Þórðarson ('72)

Breiðablik lék á als oddi í fyrsta leik Bose mótsins í dag, laugardag. Mótið er haldið af Nýherja og er fyrsti þátturinn af undirbúningstímabilinu hjá nokkrum Pepsi-deildarliðum.

Blikar mættu Víkingi R. í Fífunni í morgun.

Bæði lið tefldu fram blöndu af ungum mönnum og reyndum. Víkingar voru með nokkra leikmenn á reynslu, Sindra Scheving frá Val, færeyskan miðvörð sem heitir Hörður A. Askham og serbneskan framherja, Filip Djordjevic, sem hefur spilað undanfarin ár í Færeyjum. Þá spilaði Gunnlaugur Hlynur Birgisson leikmaður Víkings Ólafsvíkur með þeim en hann hefur átt í viðræðum við Víking R..

Gísli Eyjólfsson kom Breiðbliki yfir á 18. mínútu og eftir það litu þeir grænklæddu ekki til baka.

Lokatölur urðu 8-1! Willum Þór Willumsson skoraði þrennu fyrir
Blika og Gísli Eyjólfsson var með tvö. Hjá Víkingum skoraði Filip Djordjevic, serbneski framherjinn, sem er á reynslu hjá félaginu.

Leikurinn í dag var sýndur á SportTv.
Athugasemdir
banner