lau 18. nóvember 2017 17:11
Ingólfur Stefánsson
Championship - Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í jafntefli
Hörður Björgvin og félagar í Bristol héldu hreinu í dag
Hörður Björgvin og félagar í Bristol héldu hreinu í dag
Mynd: Twitter
Átta leikjum var að ljúka í Championship deildinni núna rétt áðan. Wolverhampton Wanderers endurheimti toppsætið af Sheffield United með 2-0 útisigri á Íslendingaliði Reading.

Jón Daði Böðvarsson er að stíga upp úr meiðslum en hann kom inn á sem varamaður hjá Reading þegar tæpar 10 mínútur lifðu til leiksloka.

Aron Einar Gunnarsson byrjaði á varamannabekk Cardiff City en kom inná á 70. mínútu leiksins í 2-0 sigri á Brentford. Cardiff er eftir leikinn í þriðja sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir toppliði Wolves.

Birkir Bjarnason kom inn á 90. mínútu fyrir Albert Adomah sem skoraði bæði mörk Aston Villa í 2-1 sigri á Queens Park Rangers.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Bristol í 0-0 jafntefli gegn Sheffield Wednesday.

Úrslit og markaskorara úr leikjum dagsins í Championship deildinni má sjá hér að neðan. Leikur Fulham og Derby County hefst klukkan 18:30.

Birmingham 1 - 0 Nott. Forest
1-0 Che Adams ('5 )

Cardiff City 2 - 0 Brentford
1-0 Joe Ralls ('8 )
2-0 Danny Ward ('36 )

Hull City 2 - 1 Ipswich Town
0-1 David McGoldrick ('6 )
1-1 Jarrod Bowen ('34 )
2-1 Nouha Dicko ('51 )

Norwich 1 - 1 Barnsley
1-0 Josh Murphy ('12 )
1-1 Harvey Barnes ('47 )

QPR 1 - 2 Aston Villa
1-0 Jamie Mackie ('18 )
1-1 Albert Adomah ('45 , víti)
1-2 Albert Adomah ('58 )

Reading 0 - 2 Wolves
0-1 Ivan Cavaleiro ('16 )
0-2 Matt Doherty ('88)

Sheffield Wed 0 - 0 Bristol City

Sunderland 2 - 2 Millwall
1-0 Lewis Grabban ('12 )
1-1 George Saville ('17 )
1-2 George Saville ('20 )
2-2 Matthews ('46 )
Athugasemdir
banner
banner
banner