Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 18. nóvember 2017 15:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanndís byrjaði í tapi gegn París - Enn tapar Verona
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskar landsliðskonur léku í úrvalsdeildunum í Frakklandi og á Ítalíu á þessum annars ágæta laugardegi.

Frakkland
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir var í byrjunarliðinu hjá Marseille þegar höfuðborgarliðið Paris SG kom í heimsókn í dag.

Fanndís lék klukkutíma í leiknum sem endaði 5-2 fyrir París.

Marseille er í næst neðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á meðan París situr þægilega á toppnum.

Marseille 2 - 5 Paris SG

Ítalía
Berglind Björg Þorvalsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir spiluðu báðar þegar Verona tapaði 3-0 fyrir Res Roma.

Shameeka Fishley, sem spilaði með Sindra í sumar, kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Verona.

Verona er í vandræðum og er í níunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.

Sigrún Ella Einarsdóttir og stöllur í Fiorentina gerðu markalaust jafntefli gegn Zaccaria.

Fiorentina er í sjöunda sæti deildarinnar.

Zaccaria 0 - 0 Fiorentina

Res Roma 3 - 0 Verona
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner