Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. nóvember 2017 14:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrsti deildarsigur Arsenal á Tottenham síðan 2014
Mynd: Getty Images
Arsenal vann langþráðan deildarsigur á Tottenham í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sjá einnig:
England: Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Tottenham

Arsenal og Tottenham eru nágrannar og miklir erkifjendur. Það er alltaf mikið í húfi þegar þessi lið mætast.

Arsenal hefur ekki riðið feitum hesti gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á undanförnum árum. Þetta var fyrsti sigur Arsenal á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni frá 2014.

Á síðasta tímabili endaði Tottenham fyrir ofan Arsenal í deildinni og það stefndi í valdaskipti í Norður-Lundúnum. Arsenal ætlar hins vegar að bíða aðeins með að láta það gerast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner