Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 18. nóvember 2017 17:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi fær miklar skammir þrátt fyrir stoðsendingu
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Gylfi Sigurðsson lagði upp seinna mark Everton í 2-2 jafntefli gegn botnliði Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsta stoðsending Gylfa í ensku úrvalsdeildinni frá því hann gekk í raðir Everton í sumar.

Gylfi hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum Everton frá því hann kom til félagsins en hann hefur ekki sýnt sitt besta.

Í dag átti hann hins vegar stoðsendingu, en það breytti litlu á samfélagsmiðlum; enn fékk Gylfi skammir.

Gylfi varð dýrasti leikmaður í sögu Everton þegar þeir borguðu Swansea 45 milljónir punda fyrir hann, en margir stuðningsmenn vilja meina að það hafi verið alltof mikið fyrir Gylfa.

Hér að neðan er brot af umræðunni á Twitter í kringum leikinn í dag.




























Einn jákvæður...



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner