Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 18. nóvember 2017 13:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Eina sem getur drepið mig er að tapa fótboltaleikjum
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var lagður inn á sjúkrahús í vikunni eftir að hafa fundið fyrir veikindum.

Klopp stýrði ekki Liverpool á æfingu á miðvikudaginn.

Ekki er vitað hvað gerði það að verkum að Klopp leið illa en einn af læknum Liverpool ráðlagði honum að fara á sjúkrahús í skoðun.

Klopp mætti aftur á æfingasvæði Liverpool, degi eftir að verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er búinn að ná sér og mun stýra Liverpool gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Það er allt í lagi með mig. Ég sagði við leikmennina að læknirinn hefði sagt að það eina sem gæti drepið mig væri að tapa fótboltaleikjum," sagði Klopp með bros á vör.

„Þetta var mjög lítið. Ég verð ekki lagður aftur inn á sjúkrahús á morgun, þetta ekki alvarlegt."
Athugasemdir
banner