Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. nóvember 2017 13:30
Ingólfur Stefánsson
Heimild: DailyMail 
Leikmaður Newcastle segir Kane skulda sér afsökunarbeiðni
Lejeune var frá í 2 mánuði eftir tæklinguna
Lejeune var frá í 2 mánuði eftir tæklinguna
Mynd: Getty Images
Florian Lejeune, varnarmaður Newcastle, er ekki sáttur með það að Harry Kane, framherji Tottenham, hafi ekki beðið hann afsökunar eftir tæklingu sem hélt honum frá leik í yfir tvo mánuði.

Lejeune gekk til liðs við Newcastle frá Eibar í sumar og var einungis búinn að spila 30 mínútur fyrir liðið þegar hann meiddist á ökkla eftir tæklingu Kane.

„Ég var mjög reiður. Það gera allir mistök og brjóta af sér en ég held að það hefði verið eðlilegt að biðjast afsökunar. Sérstaklega þegar um er að ræða svona frábæran leikmann."

„Þetta var erfiður tími fyrir mig, ég var nýkominn í nýtt lið í nýju landi og var að reyna að sanna mig."

Kane fékk gult spjald fyrir tæklinguna en Lejeune segir að rautt spjald hefði verið eðlilegri niðurstaða. „Þetta var rautt spjald. Ég held að hann hafi ekki verið að hefna sín en þetta leit ekki vel út og svo var engin afsökunarbeiðni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner