Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 18. nóvember 2017 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Malmö vill kræka í Arnór Ingva
Arnór Ingvi ætlar burt frá Grikklandi.
Arnór Ingvi ætlar burt frá Grikklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason mun yfirgefa AEK Aþenu í janúar, það er fullkomlega ljóst.

Arnór Ingvi hefur ekki verið að spila í Grikklandi og hann þarf að færa sig um set ef hann ætlar með á HM í Rússlandi næsta sumar.

„Það er sama hvað ég geri, það er ekkert nógu gott. Ég átti glimrandi leik og var hrósað af öllu starfsliðinu. Svo kemur að næsta leik og ég er ekki í hóp. Mér finnst það smá spes. Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt," sagði Arnór við Fótbolta.net á dögunum.

Samkvæmt SportExpressen í Svíþjóð gæti Arnór verið á leið til Svíþjóðar í janúar.

Eitt af þeim liðum sem hefur áhuga á Arnóri eru meistararnir í Malmö. SportExpressen segir að forráðamenn Malmö hafi rætt við umboðsmann Arnórs.

„Umboðsmaður minn er að vinna í þessum málum," sagði Arnór aðspurður út í málið.

Arnór Ingvi Traustason þekkir sig vel í Svíþjóð eftir að hafa orðið meistari árið 2015 með Norrköping.
Athugasemdir
banner
banner