Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. nóvember 2017 15:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino svekktur: Augljós rangstaða
Mynd: Getty Images
„Þetta var jafn leikur. Ég er svekktur þar sem við lögðum mikið í hann. Litlu smáatriðin voru gegn okkur og það gerði okkur erfitt fyrir," sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, eftir 2-0 tap gegn Arsenal í baráttunni um Norður-Lundúni í dag.

„Ég þarf ekki að segja neitt, vegna þess að það er augljóst fyrir alla að það er ekki auðvelt að taka þessu, en við verðum bara að sætta okkur við þetta og halda áfram."

„Fyrra markið hjá þeim var augljós rangstaða, kannski var seinna markið það líka," sagði Pochettino.

Sjá einnig:
Mustafi: Ég var heppinn

„Stundum eru hlutirnir ekki með þér í fótbolta. Þetta gerðist líka þegar Mike Dean var að dæma hjá okkur gegn Swansea."
Athugasemdir
banner
banner
banner