Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 18. nóvember 2017 12:30
Ingólfur Stefánsson
Heimild: DailyMail 
Wenger ætlar sér ekki að feta í fótspor Pochettino
Hræddur um að heiðarleiki komi honum í vandræði
Wenger mun ekki gefa út bók á næstunni
Wenger mun ekki gefa út bók á næstunni
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, hefur útilokað að gefa út bók líkt og Mauricio Pochettino, þjálfari Tottenham. Pochettino gaf á dögunum út bók þar sem fjallað er um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig bak við tjöldin hjá Tottenham. Wenger segir að það sé ómögulegt fyrir sig að gefa út slíka bók því það myndi þvinga hann til þess að ljúga.

„Svo lengi sem þú ert enn starfandi getur þú ekki sagt fólki hvernig hlutirnir eru í rauninni bara til þess að selja bækur. Ég læt aðra sjá um það, ég hef engan áhuga á því," segir Wenger sem hefur ekki enn fundið tíma til þess að lesa bók Pochettino.

„Ég hef ekkert á móti því að Pochettino gefi út bók en ég hef ekki mikinn tíma til þess að lesa hana. Ég hef góða reynslu af þjálfun í fótbolta og finn ekki fyrir þörf að lesa um reynslu annarra."

Arsenal og Tottenham mætast í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og er hann að hefjast núna. Wenger getur státað sig af góðum árangri í Norður-Lundúna slagnum, Arsenal hefur unnið 22 af 50 leikjum undir hans stjórn og aðeins tapað 8 sinnum.

Hann hefur þó enn ekki náð að fagna sigri eftir að Pochettino tók við Tottenham árið 2014 og Tottenham endaði fyrir ofan Arsenal í deildinni í fyrsta skipti síðan árið 1996 á síðasta tímabili. Aðdáendur Arsenal eru ekki sáttir með stöðuna en Wenger er rólegur.

„Það er undir okkur komið að breyta áliti fólksins með frammistöðu okkar á vellinum. Við þurfum að sýna það í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner