Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 18. desember 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
6 dagar til jóla - Heimsliðið: Varnarsinnaður miðjumaður...
Daniele De Rossi
Daniele De Rossi.
Daniele De Rossi.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net telur dagana til jóla með því að fá valinkunna einstaklinga til að velja bestu leikmenn heims í sérstakt heimslið. Á hverjum degi fram að jólum kynnum við einn í liðinu og á sjálfum aðfangadegi verður fyrirliðinn kynntur, besti leikmaður heims.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson miðjumaður í Fylki er mikill aðdáandi varnarsinnaðra miðjumanna og hann sér um valið í þeim flokki.

,,Eftir mikla umhugsun kom ekkert annað til greina en prinsinn í Rómar borg, Daniele De Rossi," sagði Ásgeir Börkur.

,,Feikilega vel spilandi varnar-sinnaður miðjumaður með gott auga fyrir leiknum. Hefur oftar en ekki leyst miðvarðar stöðuna listilega vel með Ítalska landsliðinu, en er bestur í skítavinnunni á miðsvæðinu."



Miðjumaður: Daniele De Rossi, Roma
31 árs - Lykilmaður hjá Roma allan sinn feril.

Fimm staðreyndir um De Rossi:
- Alberto De Rossi, faðir Daniele, spilaði á sínum tíma með Roma.

- De Rossi hefur alltaf verið stuðningsmaður Roma. Hann var boltastrákur hjá liðinu á yngri árum.

- De Rossi leikur í treyju númer 16 þar sem dóttir hans fæddist 16. júní.

- Pep Guardiola og Edgar Davids voru átrúnaðargoð De Rossi.

- De Rossi er með mörg tattú. Laa-Laa úr Stubbunum er eitt af þeim en sú fígúra er í uppáhaldi hjá dóttur hans.

Alvöru hörkutól


Sjá einnig:
Vinstri bakvörður: David Alaba
Miðvörður: Vincent Kompany
Miðvörður: John Terry
Hægri bakvörður: Philipp Lahm
Markvörður: Manuel Neuer
Þjálfari: Joachim Löw
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner