Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. desember 2014 10:24
Magnús Már Einarsson
Byrjar Eiður Smári á morgun?
Mynd: Getty Images
Ágætis líkur eru á að Eiður Smári Guðjohnsen komi inn í byrjunarlið Bolton gegn Millwall í ensku Championship deildinni annað kvöld.

Eiður Smári kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma í markalausu jafntefli gegn Ipswich um síðustu helgi en það var hans fyrsti leikur með Bolton síðan hann samdi við félagið á dögunum.

Max Clayton, framherji Bolton, meiddist gegn Ipswich og nú er ljóst að hann verður frá keppni út tímabilið með slitið krossband.

Craig Davies er ennþá á meiðslalistanum og því er ekki ólíklegt að Eiður byrji á morgun en hann og Conor Wilkinson eru einu framherjarnir sem eru heilir.

Emile Heskey gæti einnig samið við Bolton á næstu dögum en með því að smella á tengilinn hér að neðan má sjá hann og Eið á æfingu í gær.

Smelltu hér til að sjá myndband af Eiði og Heskey á æfingu
Athugasemdir
banner
banner
banner