fim 18. desember 2014 23:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Daily Mail 
Crystal Palace reyndi að fá Ashley Cole
Ashley Cole fer ekki til Palace.
Ashley Cole fer ekki til Palace.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Crystal Palace, hefur staðfest að félagið hafi átt í viðræðum við Roma um að fá Ashley Cole til félagsins að láni.

Stjórinn bætti því enn fremur við að þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea hefði engan áhuga á að yfirgefa Ítalíu, hálfu ári eftir að hann kom til Roma.

,,Ég var spurður hvort ég hefði áhuga á að fá Cole og ég svara því játandi," sagði Warnock.

,,En viðræður er ljóst að það eru engar líkur á að hann yfirgefi Ítalíu á þessari leiktíð. Okkur var sagt að koma ekki aftur."

Cole, sem er 33 ára gamall, hefur komið við sögu í 8 leikjum Roma á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner