Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. desember 2014 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eigendaskipti hjá Parma - Enginn segist eiga félagið
Ghirardi er forseti Parma og meðlimur í stjórn efstu deildarinnar á Ítalíu.
Ghirardi er forseti Parma og meðlimur í stjórn efstu deildarinnar á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Tommaso Ghirardi segist vera búinn að selja Parma, botnlið ítölsku efstu deildarinnar, til Pietro Doca þrátt fyrir að Doca sjálfur neiti því.

Parma hefur misst stig á tímabilinu vegna fjárhagsvandræða og hafa stjórnendur félagsins verið settir í bann og fengið sektir.

,,Eigendaskipti Parma hafa ekki enn átt sér stað, formlega," sagði Doca í viðtali við Piacenza24.

,,Viðræður voru á lokastigi en samkomulag náðist ekki."

Ghirardi, eigandi Parma, er ekki á sama máli og Doca og heldur því fram að búið sé að selja félagið.

,,Tommaso Ghirardi staðfestir að hlutabréf félagsins voru seld til Hr. Doca," stendur meðal annars í yfirlýsingu frá Ghirardi.

,,Ghirardi vonar að þetta óvænta mál verði útskýrt af Hr. Doca á fréttamannafundi næsta föstudag."
Athugasemdir
banner
banner
banner