Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 18. desember 2014 16:22
Magnús Már Einarsson
Lambert staðfestir að Keane mætti heim til Cleverley
Var ekki á dyrabjöllunni í 15 mínútur
Keane er ekkert lamb að leika sér við.
Keane er ekkert lamb að leika sér við.
Mynd: Getty Images
Paul Lambert, stjóri Aston Villa, hefur staðfest að Roy Keane fyrrum aðstoðarstjóri liðsins hafi mætt heim til miðjumannsins Tom Cleverley í vikunni.

Keane er allt annað en ánægður með fréttir í enskum fjölmiðlum undanfarið um að hann hafi rifist við leikmenn Aston Villa áður en hann hætti sem aðstoðarstjóri hjá félaginu á dögunum.

Keane vill meina að Cleverley hafi búið til þessar sögur sem hafa komið fram í fjölmiðlum. Einhverjir fjölmiðlar sögðu að Keane hefði hringt dyrabjöllunni í 15 mínútur heima hjá Cleverley til að hella sér yfir hann.

Lambert neitar því en staðfestir þó að Keane hafi mætt heim til Cleverley til að ræða málin.

,,Ég ræddi mjög stuttlega við Tom í morgun og hann segir að þetta hafi ekki verið svona," sagði Lambert.

,,Ég hef líklega talað meira við Roy síðan hann fór heldur en þegar hann var hér."

,,Ég held að þið eigið að gefa manninum frið. Miðað við spjall mitt við Tom þá var þetta klárlega ekki svona."

Athugasemdir
banner
banner
banner