Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. desember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle grípur til neyðarúrræða til að fá markvörð
Tim Krul, aðalmarkvörður Newcastle, var sá fyrsti til að meiðast.
Tim Krul, aðalmarkvörður Newcastle, var sá fyrsti til að meiðast.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle United, segist þurfa að fá markvörð fyrir nágrannaslaginn gegn Sunderland.

Þrír af markvörðum félagsins eru meiddir en sá fjórði er aðeins 17 ára gamall.

,,17 ára gutti ætti ekki að byrja í markinu í leik á úrvalsdeildarstigi," sagði Pardew.

Newcastle hefur fengið 8 mörk á sig í síðustu tveimur leikjum þar sem hinn 21 árs gamli Jak Alnwick gerðist sekur um nokkur alvarleg mistök og meiddist á öxl.

,,Við munum þurfa að tala við stjórn Úrvalsdeildarinnar og sjá hvort við fáum markvörð lánaðan fyrir helgina."

Að fá lánaðan leikmann utan félagsskiptaglugga er algjört neyðarúrræði. Ekki eru mörg ár síðan Manchester City þurfti að gera slíkt hið sama, þegar félagið fékk Marton Fülöp til að verja markið sitt þann 27. apríl 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner