Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. desember 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
Reus fær háa sekt fyrir að keyra án bílprófs
Reus þarf að fá nýtt ökuskírteni.
Reus þarf að fá nýtt ökuskírteni.
Mynd: Getty Images
Marco Reus, leikmaður Dortmund, hefur verið sektaður um 540 þúsund evra fyrir að aka ítrekað án þess að vera með ökuleyfi.

Hinn 25 ára gamli Reus hefur verið fimm sinnum sektaður fyrir hraðakstur síðan árið 2011.

Reus missti bílprófið í kjölfarið en hann ákvað að halda áfram að keyra í þrjú þrátt fyrir það.

Eftir að hafa verið nokkrum sinnum stöðvaður án ökuleyfis hefur Reus núna fengið háa sekt.

,,Í dag veit ég að þetta var barnalegt og heimskulegt. Ég hef lært mína lexíu og þetta mun ekki gerast aftur," sagði Reus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner