banner
   fim 18. desember 2014 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Verkamönnum í Katar greitt fyrir að mæta á íþróttaviðburði
Verkamennirnir börðust harkalega um síðustu lausu sætin í rútu sem ferjaði þá á strandblaksmót.
Verkamennirnir börðust harkalega um síðustu lausu sætin í rútu sem ferjaði þá á strandblaksmót.
Mynd: AP
Það hefur verið rætt gríðarlega mikið um hræðilegar aðstöður verkamanna í Katar sem eru að byggja leikvangana og gera landið tilbúið fyrir þann gífurlega fólksfjölda sem mætir til landsins fyrir HM 2022.

Nú hefur komið í ljós að verkamennirnir fá einnig tímakaup fyrir að klæðast upp eins og heimamenn og mæta á alskyns íþróttaviðburði.

Blaðamaður frá Associated Press komst um borð í rútu sem var að flytja verkamennina á sjónvarpað mót í strandblaki og segir að mennirnir, aðallega frá Gana, Kenía og Nepal, hafi verið að berjast um síðustu lausu sæti rútunnar eins og má sjá á meðfylgjandi mynd.

Þrjár rútur ferjuðu 150 verkamenn á strandblaksmótið. Rúturnar voru yfirfullar, sætisbeltislausar og án loftræstingar. Þá þurftu verkamennirnir að bíða í þrjá tíma með að vera keyrðir til baka eftir mótið.

Mönnunum er borgað fyrir að mæta svo almenningur sjái fulla áhorfendapalla í sjónvarpi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner