Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. desember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirmaður siðferðisnefndar FIFA segir af sér
Sepp Blatter er búinn að stjórna Alþjóðaknattspyrnusambandinu í langan tíma.
Sepp Blatter er búinn að stjórna Alþjóðaknattspyrnusambandinu í langan tíma.
Mynd: Getty Images
Michael Garcia var sjálfstæður starfsmaður Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem fékk það verkefni að rannsaka siðferðisleg gildi í kringum ákvarðanirnar um að hýsa HM 2018 í Rússlandi og HM 2022 í Katar.

Garcia var yfir siðferðisnefndinni og var ósáttur með starf Hans-Joachim Eckert, sjálfstæðs dómara í siðferðisnefndinni.

Garcia gerði greinargerð til að mótmæla siðferðisrannsókn Eckert en FIFA hafnaði mótmælum Garcia sem leiddi til þess að hann sagði af sér.

Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, segir málið allt vera gruggugt og að það sé engan veginn að hjálpa orðspori FIFA.

,,Ég er hissa á ákvörðun Hr. Garcia en starf siðferðisnefndarinnar heldur áfram ótrautt;" sagði Sepp Blatter, forseti FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner