Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. desember 2017 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang alltaf seinn
Mynd: Getty Images
Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund, viðurkennir að Pierre-Emerick Aubameyang glímir við raunverulegt vandamál þegar það kemur að því að mæta tímanlega.

Sóknarmaðurinn er mikils metinn, enda gerði hann 31 mark í þýsku deildinni á síðasta tímabili og er búinn að gera 13 í 15 leikjum á fyrstu fimm mánuðum þessa tímabils.

Aubameyang hefur nokkrum sinnum verið skilinn eftir heima vegna agabrota, síðast fyrir mánuði þegar Dortmund tapaði fyrir Stuttgart. Þá var hann í agabanni fyrir að hafa nýtt sér frídaga til að fara til Spánar að hitta Ousmane Dembele og djamma.

„Auba er sérstakur leikmaður. Hann er litríkur karakter sem hleypir miklu lífi í Dortmund," sagði Zorc í beinni á Sky.

„Það er aðeins eitt vandamál sem fylgir honum, að mæta á réttum tíma. Þetta byrjaði að gerast alltof oft á síðasta ári, hann var alltof seinn alltof oft.

„Þetta er vandamál og við erum að tækla það eins vel og við getum."


Mögulegt er að sóknarmaðurinn yfirgefi Dortmund næsta sumar, enda gríðarlega eftirsóttur um alla Evrópu og víðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner