Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. desember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Barcelona ætlar ekki að standa heiðursvörð fyrir Real Madrid
Ronaldo vildi sjá Barcelona standa heiðursvörð.
Ronaldo vildi sjá Barcelona standa heiðursvörð.
Mynd: Getty Images
Barcelona ætlar ekki að standa heiðursvörð fyrir Real Madrid þegar liðin eigast við næstkomandi laugardag.

Real Madrid vann HM félagsliða um helgina og eftir leik kallaði Cristiano Ronaldo eftir því að Barcelona standi heiðursvörð fyrir leikinn um næstu helgi.

„Það væri gaman og ég myndi vilja sjá Barcelona standa heiðursvörð fyrir okkur," sagði Ronaldo.

Guillermo Amor, stjórnarmaður Barcelona, segir að það komi hins vegar ekki til greina.

„Við viljum að það komi skýrt fram að við gerum einungis svona hluti þegar við erum að taka þátt í sömu keppni," sagði Amor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner