mán 18. desember 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Barcelona fundaði með fjölskyldu Griezmann
Griezmann gæti fullkomnað stórhættulegt sóknarþríeyki í Barcelona.
Griezmann gæti fullkomnað stórhættulegt sóknarþríeyki í Barcelona.
Mynd: Getty Images
Barcelona og Manchester United keppast um að krækja í franska sóknarmanninn Antoine Griezmann frá Atletico Madrid.

Griezmann er 26 ára gamall og hefur skorað í um það bil öðrum hverjum leik fyrir varnarsinnað lið Atletico, auk þess að vera með 19 mörk í 49 landsleikjum.

Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, fundaði með fjölskyldu Frakkans í tilraun til að fá hann til félagsins næsta sumar.

Bartomeu snæddi með foreldrum Griezmann og systur hans, sem er partur af umboðsteymi leikmannsins.

Líklegt er að Börsungar þurfi að greiða upp kaupákvæði sem hljóðar upp á 87 milljónir punda, eða 100 milljónir evra, fyrir Griezmann.

Griezmann yrði partur af svakalegu sóknarþríeyki ásamt Lionel Messi og Luis Suarez, eftir að Neymar yfirgaf Barca fyrir PSG.
Athugasemdir
banner