Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. desember 2017 12:52
Elvar Geir Magnússon
Inter vill fá Mkhitaryan í janúar
Mkhitaryan til Ítalíu?
Mkhitaryan til Ítalíu?
Mynd: Getty Images
Inter vill fá armenska miðjumanninn Henrikh Mkhitaryan lánaðan frá Manchester United í janúar.

Sagt er að Jose Mourinho sé tilbúinn að láta Mkhitaryan fara og vilji fá Mesut Özil næsta sumar.

Inter er í toppbaráttu í ítölsku A-deildinni, aðeins tveimur stigum frá toppnum.

Corriere dello Sport segir að Inter ætli ekki að borga „brjálaðar upphæðir" til að styrkja leikmannahópinn í janúar. Félagið leggur áherslu á að halda stjörnuleikmönnum á borð við Mauro Icardi og Ivan Perisic.

Mkhitaryan fór til Manchester United frá Borussia Dortmund á síðasta ári en er í frystikistunni hjá Mourinho en hann byrjaði síðast úrvalsdeildarleik í 1-0 tapinu gegn Chelsea þann 5. nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner