Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. desember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Lanzini ákærður fyrir leikaraskap
Mynd: Getty Images
Manuel Lanzini, leikmaður West Ham, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir leikaraskap í leiknum gegn West Ham um helgina.

Lanzini fékk vítaspyrnu þegar hann dýfði sér eftir baráttu við Erik Pieters.

Mark Noble skoraði úr spyrnunni en um var að ræða fyrsta markið í 3-0 sigri West Ham.

Lanzini fær tíma til klukkan 18:00 á morgun til að svara ákærunni.

Lanzini gæti átt yfir höfði sér leikbann en á dögunum var Oumar Niasse, framherji Everton, dæmdur í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap í leik gegn Crystal Palace.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner