Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Poll: Lanzini ætti ekki að fá leikbann fyrir dýfuna
Mynd: Getty Images
Manuel Lanzini dýfði sér til að fiska vítaspyrnu er West Ham lagði Stoke að velli með þremur mörkum gegn engu á laugardaginn.

Mark Hughes, stjóri Stoke, var brjálaður út í dómarann og vill hann sá Lanzini fara í leikbann.

„Þetta er smá dýfa, þetta er ekki augljós dýfa sem verðskuldar leikbann frá knattspyrnusambandinu," skrifaði Graham Poll í pistli á Daily Mail.

„Það er mjög erfitt að dæma svona dýfur hjá leikmönnum eins og Manuel Lanzini. Erik Pieters fór niður í tæklinguna en dró fæturna svo til baka. Lanzini byrjaði að detta um leið og Pieters fór niður, leikmenn segjast gera það til að forðast meiðsli.

„Það verður áhugavert að sjá hvernig knattspyrnusambandið ákveður að taka á þessu. Ef Lanzini fær leikbann missir hann af mikilvægum fallbaráttuleikjum gegn Newcastle og Bournemouth."





Athugasemdir
banner
banner
banner