Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. desember 2017 11:15
Magnús Már Einarsson
Puncheon handtekinn
Mynd: Getty Images
Jason Puncheon, leikmaður Crystal Palace, var handtekinn eftir slagsmál fyrir utan næturklúbb í London um helgina.

Kona sem var með Puncheon fór að slást við aðra konu fyrir utan næturklúbbinn.

Puncheon blandaði sér í slaginn og var í kjölfarið handtekinn.

Hinn 31 árs gamli Puncheon var handtekinn fyrir sinn þátt í látunum auk þess sem hann var með vopn á sér.

Puncheon var ekki með Crystal Palace í 3-0 sigrinum á Leicester um helgina en hann hefur ekkert spilað með liðinu í einn mánuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner