mán 18. desember 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Sandro til Man Utd í janúar?
Powerade
Alex Sandro.
Alex Sandro.
Mynd: Getty Images
Zaha er orðaður við Chelsea.
Zaha er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það styttist í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik og ensku blöðin eru á tánum með nýjasta slúðrið.



Manchester United ætlar að bjóða 60 milljónir punda í Alex Sandro (60), vinstri bakvörð Juventus, í janúar. (Daily Mirror)

Chelsea er að íhuga tilboð í Wilfried Zaha (25) kantmann Crystal Palace í janúar. (Daily Mirror)

Chelsea er tilbúið að selja David Luiz (30). (Daily Mirror)

Juventu og Real Madrid hafa áhuga á að kaupa Luiz. (Daily Mail)

Alexis Sanchez (28) leikmaður Arsenal hefur hafnað tilboði frá félagi í Kína en tilboðið hljóðaði upp á 400 þúsund pund í laun á viku. Sanchez vill ganga í raðir Manchester City. (Sun)

Manchester City getur fengið Mesut Özil (29) frítt þegar samningur hans við Arsenal rennur út næsta sumar. Þjóðverjinn vill þó fá átta milljónir punda í vasann við undirskrift. (Star)

Liverpool ætlar ekki að reyna að fá Virgil van Dijk (26) varnarmann Southampton nema síðarnefnda félagið lækki 70 milljóna punda verðmiða sinn. (Irish Independent)

Everton sendi njósnara til að fylgjast með Ezri konsa (20) varnarmanni Charlton um helgina. (Liverpool Echo)

Bayern Munchen hefur náð samkomulagi um að kaupa framherjann Sandro Wagner (30) frá Hoffenheim á 13,2 milljónir punda í janúar. (Bild)

Eigendur Stoke hafa áhyggjur af gengi liðsins en þeir telja þó að Mark Hughes sé rétti maðurinn við stjórnvölinn. (Stoke Sentinel)

Leon Britton (35) leikmaður og aðstoðarstjóri Swansea tekur við liðinu af Paul Clement verður rekinn. (Sun)

Cristiano Ronaldo (32) vill fá launahækkun hjá Real Madrid tl að verða launahæsti leikmaður heims. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner