Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. desember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal gæti tekið við liði á Englandi í hefndarskyni
Van Gaal og lærisveinar hans unnu FA bikarinn skömmu fyrir brottrekstur úr starfi.
Van Gaal og lærisveinar hans unnu FA bikarinn skömmu fyrir brottrekstur úr starfi.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal segist líklega ekki ætla að taka við öðru félagsliði í framtíðinni, nema hann fái tilboð frá Englandi.

Van Gaal er ennþá sár út af meðferðinni sem hann fékk hjá Manchester United og myndi taka við öðru úrvalsdeildarfélagi í hefndarskyni.

„Ég mun líklega ekki taka við öðru félagsliði, með einni undantekningu," sagði Van Gaal í gærkvöldi.

„Ef stórt enskt félag vill fá mig til starfa, þá er ég klár í slaginn. Það myndi gefa mér tækifæri til að hefna mín á Manchester United.

„Woodward (varaformaður Man Utd) hagaði sér illa. Hann hefði átt að tala við mig í stað þess að fara bakvið mig og ráða annan stjóra."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner