Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   sun 19. janúar 2014 22:08
Alexander Freyr Tamimi
Óli Kristjáns: Hefur verið draumur að fara á svona mót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekkert sérstaklega sáttur með 3-2 tap sinna manna gegn Grindavík í Fótbolti.net mótinu í kvöld.

„Af okkur hálfu var þetta ekki góður leikur. Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleiknum og spiluðum bara vondan leik. Aðeins meira líf í seinni hálfleiknum, en það var janúarbragur á þessu og langt frá frammistöðunni um síðustu helgi," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Breiðablik er að fara að taka þátt í sterku undirbúningsmóti í Portúgal þar sem FC Kaupmannahöfn verður meðal mótherja. Hvernig leggst mótið í Ólaf?

,,Miðað við þennan leik leggst það ekkert sérstaklega í mig. En ég er alveg rólegur, við erum að klára aðra viku af æfingum. Það hefði kannski verið hægt að vinna þennan leik og blekkja sig eitthvað, en það er kannski ágætt að svona slæm frammistaða sé tap, það hringir aðvörunarbjöllum hjá mönnum. Við vinnum bara í okkar málum og púslum þessu vonandi saman fyrir Portúgal. En fyrst og fremst snýst þetta um að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið," sagði Ólafur.

,,Það hefur verið draumur hjá mér að geta farið með liðið á svona mót erlendis á þessum tíma. Í samvinnu við Lúðvík Arnars hjá FH og hans ferðaskrifstofu komumst við á þetta mót. Við förum þarna á móti FH-ingunum og það verður gaman að sjá hvernig við stöndum á móti þessum liðum. Ég held að þetta fari í reynslubankann, ef við ætlum lengra með fótboltann á Íslandi í Evrópukeppninni, þá verðum við að spila svona leiki. Ég vona að við stöndum okkur þannig að íslenskum liðum verði boðið á svona mót í framtíðinni," sagði Ólafur.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir