Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. janúar 2018 17:13
Elvar Geir Magnússon
Burnley búið að semja við Everton og Aaron Lennon
Aaron Lennon.
Aaron Lennon.
Mynd: Getty Images
Burnley hefur komist að samkomulagi við Everton um kaup á vængmanninum Aaron Lennon. Kaupverðið er ekki gefið upp.

Burnley hefur þegar náð samkomulagi við þennan þrítuga leikmann og á hann aðeins eftir að standast læknisskoðun áður en kaupin eru staðfest.

Lennon kom til Everton frá Tottenham 2015 og hefur skorað sjö mörk í 63 leikjum. Hann hefur spilað nítján leiki á þessu tímabil og átt tvær stoðsendingar.

Á síðasta ári var hann lagður inn á sjúkrahús vegna mikillar streitu.

Burnley er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Everton í því níunda. Eftir að Everton keypti Theo Walcott var félagið tilbúið að láta Lennon fara.
Athugasemdir
banner
banner