Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. janúar 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Can: Undir umboðsmanninum komið
Mynd: Getty Images
Samningsviðræður Liverpool og Emre Can eru enn í gangi en leikmaðurinn verður samningslaus í lok tímabilsins.

Juventus eru eitt þeirra liða sem hafa sýnt leikmanninum áhuga og framkvæmdastjóri liðsins, Guiseppe Marotta, hefur staðfest að liðið sé að reyna að semja við Can.

Can segist þó í augnablikinu vera leikmaður Liverpool og það eina sem hann hugsi er að gefa allt sitt fyrir liðið inni á fótboltavellinum.

„Ég er enn samningsbundinn Liverpool og ég er búinn að gefa allt mitt fyrir liðið og mun reyna að halda því áfram."

„Allt annað er undir umboðsmanni mínum komið, ég ber bara ábyrgð á frammistöðu minni á vellinum. Auðvitað mun ég halda áfram að gera mitt besta á meðan ég er samningsbundinn."


Talið er að samningaviðræður Liverpool og Can hafi áður strandað vegna þess að Liverpool vilji ekki setja klásúlu um riftunarverð í samning hans.

Emre Can hefur spilað vel með Liverpool á tímabilinu og haldið sæti sínu í liði Jurgen Klopp. Liðið mætir botnliði Swansea í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi mánudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner