Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 19. janúar 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Conte: Pedro lét sig detta af því hann var þreyttur
Mynd: Getty Images
Antonio Conte knattspyrnustjóri Chelsea segir að Pedro hafi látið sig detta í bikarleiknum gegn Norwich. Leikmaðurinn hafi þó gert það vegna þreytu.

Pedro fékk gult spjald fyrir dýfu í endurteknum leik gegn Norwich sem Chelsea vann í vítaspyrnukeppni.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá var þetta dýfa," sagði Conte

„Pedro áttaði sig strax á mistökunum og stóð upp. Hann reyndi ekki einu sinni að biðja um vítaspyrnu. Hann var þreyttur."

Chelsea hafa fengið fimm gul spjöld á tímabilinu fyrir dýfu en þrjú þeirra komu í leiknum gegn Norwich. Conte var ekki sáttur með hin tvö spjöldin í leiknum sem Willian og Morata fengu fyrir dýfur.

Pedro fékk seinna gula spjaldið sitt í lok framlengingar og verður í banni í leiknum gegn Brighton í dag. Alvaro Morata verður einnig í banni en hann fékk líkt og Pedro tvö gul spjöld í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner