Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. janúar 2018 13:00
Elvar Geir Magnússon
Fernandinho gerir nýjan samning við toppliðið
Fernandinho í besta skapi.
Fernandinho í besta skapi.
Mynd: Getty Images
Fernandinho, miðjumaður Manchester City, hefur skrifað undir nýjan samning og er nú bundinn félaginu til 2020.

Þessi 32 ára Brasilíumaður var keyptur á 30 milljónir punda frá Shaktar Donetsk í júní 2013. Hann vann úrvalsdeildina og deildabikarinn á fyrsta tímabili sínu hjá City.

Hann skoraði í úrslitaleik deildabikarins þegar City vann keppnina 2016 og hefur alls skorað 19 mörk í 212 leikjum fyrir félagið.

Eftir undirskriftina sagði hann að þetta væri félag með bjarta framtíð og hann vildi vera hluti af því eins lengi og mögulegt væri.

Fernandinho hefur spilað 30 leiki í öllum keppnum á þessu tímabil en Pep Guardiola, stjóri City, hefur sagt að hann sé einn af þremur bestu varnarmiðjumönnum heims.

„Með Pep við stjórnvölinn er ég viss um að við getum unnið stóra titla og það sem mikilvægt er, með því að spila aðdáunarverðan sóknarbolta," segir Fernandinho.

Manchester City er með væna forystu í ensku úrvalsdeildinni og mætir Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner