Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. janúar 2018 07:30
Elvar Geir Magnússon
FIFA gæti dæmt Chelsea í kaupbann
Chelsea er rannsakað af FIFA.
Chelsea er rannsakað af FIFA.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur verið að rannsaka Chelsea vegna mögulegra reglubrota þegar félagið fékk til sín alls 25 erlenda leikmenn sem eru undir 18 ára aldri.

Talan yfir fjölda leikmanna gæti hækkað enn frekar og er aganefnd með málið á sínu borði. Nefndin hefur völd til þess að banna félögum að kaupa leikmenn í ákveðinn tíma.

FIFA tilkynnti í september í fyrra að Chelsea yrði skoðað og er því fyrsta enska félagið sem fer í þetta ferli.

Spænsku félögin Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid hafa öll verið dæmd í tveggja glugga kaupbönn. Real áfrýjaði sinni refsingu til alþjóða íþróttadómstólsins og refsingin var þá stytt í einn glugga.

Samkvæmt reglum FIFA mega félög ekki semja við leikmenn frá öðrum löndum sem eru undir 18 ára aldri nema ef foreldrar þeirra hafa flust milli landa af ástæðum sem tengjast ekki fótbolta eða ef félagið hefur höfuðstöðvar innan við 50 kílómetrum frá landamærum.

FIFA hefur beðið Chelsea um upplýsingar vegna 25 leikmanna og einnig haft samband við enska knattspyrnusambandið vegna málsins.

Guardian hafði samband við FIFA en fékk þau svör að sambandið myndi ekki tjá sig á meðan rannsókn stendur yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner