Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 19. janúar 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
Karius byrjar gegn Swansea
Mynd: Getty Images
Jugen Klopp stjóri Liverpool hefur staðfest að Loris Karius muni halda sæti sínu í byrjunarliði liðsins þegar Liverpool mætir Swansea á mánudaginn.

Karius kom inn í liðið fyrir Simon Mignolet í 4-3 sigrinum á Manchester City síðustu helgi og Klopp segist hafa fulla trú á markverðinum þrátt fyrir að hann hefði átt að gera betur í fyrsta marki Manchester City.

Þegar Klopp var spurður út í það hvort Karius myndi byrja gegn Swansea sagði hann: „Hélduð þið að ég myndi skipta strax um skoðun? Já Karius mun byrja."

„Ég hef alltaf verið jákvæður í garð Simon Mignolet. Það er erfitt að vera markmaður eða varnarmaður hér því enginn gleymir einum mistökum."

„Þegar okkar markmenn gera mistök er það stórslys og allir aðrir markmenn eru frábærir leikmenn sem við eigum að kaupa."

„Ég er sáttur með markmannsstöðuna hjá okkur. Já, Karius hefði getað gert betur í fyrsta markinu á móti City en hann er samt virkilega góður markvörður."

„Auðvitað þarf hann að sanna sig, hann veit það, en í augnablikinu er hann markmaður númer 1."

Hvort liðið kemst áfram á miðvikudag?
Athugasemdir
banner
banner