Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 19. janúar 2018 08:27
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Mexíkó í mars (Staðfest)
Icelandair
Mynd úr leik Íslands og Mexíkó í febrúar í fyrra.  Þá vantaði marga fastamenn í íslenska liðið.
Mynd úr leik Íslands og Mexíkó í febrúar í fyrra. Þá vantaði marga fastamenn í íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mexíkó er með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður-Kóreu í riðli á HM í sumar.
Mexíkó er með Þýskalandi, Svíþjóð og Suður-Kóreu í riðli á HM í sumar.
Mynd: Getty Images
KSÍ hefur staðfest að A landslið karla leiki vináttuleik við Mexíkó þann 23. mars næstkomandi. Fjölmiðlar ytra höfðu greint frá leiknum fyrir nokkrum vikum og KSÍ hefur nú staðfest þetta.

Leikurinn fer fram á Levi´s leikvanginum í San Francisco, heimavelli ruðningsliðsins San Francisco 49ers. Áður hafði leikur við Perú 27. mars verið staðfestur en sá leikur fer fram á Red Bull Arena í New Jersey.

Ísland og Mexíkó hafa þrisvar mæst áður í vináttulandsleikjum en allir leikirnir hafa farið fram í Bandaríkjunum.

Fyrst mættust liðin árið 2003 í San Franciso (0-0), næst 2010 í Charlotte (0-0) og loks í Las Vegas í fyrra, þar sem Mexíkó vann 1-0 sigur, fyrir framan mesta áhorfendafjölda sem sótt hefur knattspyrnuleik í Las Vegas.

Mexíkó er í 17. sæti á nýutgefnum styrkleikalista FIFA, en Ísland er í 20. sæti.

Ísland leikur fjóra vináttuleiki fyrir HM í sumar en leikurinn gegn Mexíkó er sá fyrsti af þeim.

Vináttuleikir Íslands fram að HM?
23. mars Mexíkó - Ísland
27. mars Perú - Ísland
Maí/Júní Vináttuleikur á Laugardalsvelli?
Maí/Júní Vináttuleikur á Laugardalsvelli?

Leikir Íslands á HM:
16. júní Argentína - Ísland
22. júní Nígería - Ísland
26. júní Ísland - Króatía

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner