Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 19. janúar 2018 17:10
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Burnley og Man Utd
Mynd: Guardian
Klukkan 15 á morgun, laugardag, mætast Burnley og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er að sjálfsögðu í líklegu byrjunarliði Burnley.

Miðjumaðurinn Scott Arfield er klár í slaginn aftur eftir meiðsli aftan í læri og búist er við því að Charlie Taylor spili þrátt fyrir sárindi í rifbeinum.

Chris Wood og Stephen Ward eru enn fjarri góðu gamni og Jonathan Walters fór í minniháttar hnéaðgerði í miðri viku eftir að bakslag kom í endurkomu hans.

Manchester United býður Ashley Young velkominn aftur eftir þriggja leikja bann.

Daley Blind, Eric Bailly, Michael Carrick og Zlatan Ibrahimovic eru þó enn fjarri góðu gamni.

Burnley hefur fatast flugið síðustu vikur og er í sjöunda sæti. Manchester United er í öðru sæti.

Sjá einnig:
Hjálmar Örn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Athugasemdir
banner
banner
banner