Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. janúar 2018 14:27
Elvar Geir Magnússon
Mourinho: Engin ástæða til að reyna að fela þetta
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, staðfestir að félagið sé í viðræðum um kaup á Alexis Sanchez og hann sé að bíða eftir fréttum. Hann veit ekki ástæðuna fyrir því að málin séu ekki frágengin.

Talið er að Henrikh Mkhitaryan fari til Arsenal en hann er ekki í leikmannahópi United sem mætir Burnley á morgun.

„Það er engin ástæða til að reyna að fela þetta eða neita fyrir það. En það er ekki neitt frágengið. Ég held að allir viti að við erum að reyna að fá Sanchez, sérstaklega þegar stjóri Arsenal talar svona hreint út," segir Mourinho og vitnar þar í ummæli Arsene Wenger frá því í gær.

Sagt er að Sanchez sé búinn að semja við United um kaup og kjör en nú eigi félögin eftir að klára málin sín á milli.

Mourinho segist ekki hafa tekið þátt í viðræðunum. „Ég er utan við þetta og bíð bara rólegur eftir fréttum. Það er ekkert meira en það," segir Mourinho.



Athugasemdir
banner
banner