Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 19. janúar 2018 10:34
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Fyrsti dagur Ragga Sig hjá Rostov
Íslendingar flykkjast til Rostov.
Íslendingar flykkjast til Rostov.
Mynd: Rostov
Í gær var það staðfest að landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson væri kominn í nýtt lið í Rússlandi. Hann samdi við Rostov og er þriðji Íslendingurinn í herbúðum félagsins.

Þá verður þetta þriðja rússneska félagið sem Ragnar, sem er 31 árs, spilar fyrir.

Hann gerði samning út tímabilið en segir í samtali við mbl vera opinn fyrir því að vera lengur.

„Það er ekki hægt svara því núna en miðað við fyrstu kynn­in af fé­lag­inu þá býst ég við því að vera op­inn fyr­ir því eft­ir tíma­bilið en ég mun bara að skoða þessi mál þegar að því kem­ur. Fyrst og fremst ætla ég að koma mér í topp­stand og reyna að hjálpa liðinu við að rjúka upp töfl­una," segir Ragnar en Rostov er í níunda sæti.

Hér að neðan má sjá myndband frá fyrsta vinnudegi Ragnars hjá Rostov. Þegar tekið var á móti honum á flugvellinum og hann mætti á sína fyrstu æfingu hjá félaginu. Þá er viðtal við hann þar sem hann er „döbbaður" skemmtilega á rússnesku.



Hér má sjá svipað myndband sem Rostov birti þegar Björn Bergmann Sigurðarson gekk í raðir félagsins í byrjun mánaðarins.
Athugasemdir
banner
banner
banner