Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. janúar 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Rilany og Vivian áfram með Grindavík
Viviane Holzel Domingues
Viviane Holzel Domingues
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Kvennalið Grindavíkur hefur samið við hinar brasilísku Rilany Aguiar Da Silva og Viviane Holzel Domingues. Þær munu leika með liðinu í Pepsi deildinni næsta sumar.

Rilany lék með Grindavík síðasta sumar sem bakvörður og kantmaður og skoraði þrjú mörk. Hún mun koma aftur til Grindavíkur í lok apríl en í augnablikinu er hún í verkefni með brasilíska landsliðinu.

Viviane sem er markvörður kom til Grindavíkur á miðju tímabili í fyrra og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína. Hún mun koma til Grindavíkur í lok febrúar.

Grindavík endaði í 7. sæti Pepsi deildarinnar á síðasta tímabili. Í tilkynningu frá félaginu segir:

„Grindvíkingar eru mjög ánægðir með að fá þær stöllur aftur til sín fyrir tímabilið 2018. Þær eru báðar frábærir leikmenn og miðla reynslu sinni til yngri leikmanna liðsins."
Athugasemdir
banner
banner