Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 19. janúar 2018 14:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Sara Björk ekki með á La Manga
Sara ekki með á La Manga.
Sara ekki með á La Manga.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Ljóst er að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, verður ekki með íslenska liðinu í æfingabúðum á La Manga vegna meiðsla. Mun hún því ekki spila vináttulandsleikinn gegn Noregi á þriðjudaginn næstkomandi.

Sara Björk meiddist á ökkla á æfingu hjá félagsliði sínu Wolfsburg nýverið og verður í meðferð í Þýskalandi í stað þess að koma til móts við landsliðið á Spáni.

Reiknað er með því að Sara Björk verðin orðin heil fyrir Algarve Cup sem hefst í byrjun mars.

Íslenski hópurinn hélt til La Manga í gær.

Markverðir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgarden
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik

Varnarmenn
Rakel Hönnudóttir, LB07
Anna Björk Kristjánsdóttir, LB07
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Anna Rakel Pétursdóttir, Þór/KA
Guðný Árnadóttir, FH

Miðjumenn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Utah Royals
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Sandra María Jessen, Slavia Prag
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA

Sóknarmenn
Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan
Berglind Björg Þorvalsdóttir, Verona
Fanndís Friðriksdóttir, Marseille
Agla María Albertsdóttir, Stjarnan
Hlín Eiríksdóttir, Valur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner