Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 19. janúar 2018 13:40
Elvar Geir Magnússon
Segir að þjálfarinn komi fram við sig eins og skít
Remy hefur meðal annars leikið fyrir Newcastle, QPR og franska landsliðið.
Remy hefur meðal annars leikið fyrir Newcastle, QPR og franska landsliðið.
Mynd: GettyImages
Loic Remy, fyrrum sóknarmaður Chelsea, segir að þjálfari sinn hjá Las Palmas komi fram við sig eins og skít.

Þjálfarinn Paco Jemez tók Remy úr leikmannahópi sínum fyrir að mæta of seint í mat hjá liðinu.

Las Palmas er í botnsæti spænsku deildarinnar en Remy er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með fimm mörk. Hann hefur ekki komið við sögu síðan 20. desember og hefur ekki verið í leikmannahópnum síðan Jemez tók við 27. desember.

Remy er í Frakklandi og segist ekki ætla að snúa aftur til Las Palmas.

„Þjálfarinn kom fram við mig eins og skít þegar þetta átti sér stað," segir Remy í viðtali við dagblaðið La Provincia.

„Ég gerði ekki ráð fyrir því að vera í Frakklandi núna. Ég gerði ráð fyrir því að vera að spila og skora fyrir mitt lið og hjálpa því að koamst úr þessari slæmu stöðu."

Remy segir að hann hafi aðeins mætt einni mínútu of seint í matinn.

„Ég hafði engar afsakanir því sem atvinnumaður á ég að mæta á réttum tíma. En þjálfarinn getur ekki afsakað viðbrögð sín. Þjálfarinn talaði við forsetann og hann talaði við mig en þjálfarinn hafði ekki kjark í að segja mér hvers vegna hann vildi mig ekki."

Þegar Jemez tók við Las Palmas sagði hann á fyrsta fréttamannafundi að hann ætlaði að losa liðið undan agavandamálum. Liðið hefur tapað fyrstu tveimur deildarleikjunum undir hans stjórn en síðasta laugardag steinlá það 6-0 fyrir Girona.
Athugasemdir
banner
banner
banner