banner
   fös 19. janúar 2018 19:00
Elvar Geir Magnússon
Warnock: Enn þrjár til fjórar vikur í Aron
Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neil Warnock, stjóri Cardiff, segir að stuðningsmenn þurfi að bíða lengur eftir því að Aron Einar Gunnarsson snúi aftur út á keppnisvöllinn.

„Hann er orðinn betri en ökklinn er ekki alveg klár. Aron verður frá í þrjár til fjórar vikur í viðbót," segir Warnock.

Arons hefur verið sárt saknað hjá Cardiff en langt er síðan hann spilaði síðast vegna aðgerðar sem hann fór í á ökklanum.

Cardiff er í þriðja sæti Championship-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp í úrvalsdeildina.

Aron hefur gefið það út að hann muni ekki spila í Championship-deildinni á næsta tímabili svo Cardiff þarf að komast upp til að halda honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner